A landslið kvenna fer á sitt fimmta Evrópumót í röð í sumar. PUMA framleiðir sérstakar treyjur sem liðið mun spila í, í stað hefðbundinna varabúninga á EM í sumar.
Treyjan er sérhönnuð fyrir íslenska landsliðið, hönnuðir PUMA sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna og flæði jökuláa landsins. Það er vonandi að sú orka skili okkur langt á mótinu.
Treyjurnar eru að nær öllu leyti úr endurunnu hráefni.