Um verslun

Knattspyrnuverslun Heimavallarins var opnuð sem vefverslun í lok árs 2020.

Heimavöllurinn býður upp á fjölbreytt úrval af fótboltafatnaði fyrir fólk á öllum aldri. Fótboltatreyjur á Heimvellinum koma í barna-og fullorðinsstærðum. 

Treyjur í fullorðinsstærðum eru „karlatreyjur“ / unisex snið nema annað sé tekið fram.

Á Heimavellinum er megináhersla lögð á gæði og árangur knattspyrnukvenna. Við viljum gera bestu knattspyrnukonur Íslands sýnilegar og auka fjölbreyttni fyrirmynda í knattspyrnuheiminum.

 

Hugmyndin

Hugmyndin kviknaði út á sparkvelli sumarið 2020, nokkrum vikum eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði orðið Evrópumeistari með Lyon. Ef litið var til fjölda fótboltakrakka í treyjum merktum leikmönnum á sparkvöllum landsins samhliða stórkostlegs árangur Söru Bjarkar og annarra íslenskra knattspyrnukvenna, þá var eitthvað sem okkur fannst vanta. 

Engin #dóttir

Allar fótboltatreyjur voru merktar með nafni stórkostlegra knattspyrnumanna. Við sáum hvergi fótboltakrakka í fótboltatreyjum merktum Gunnarsdóttir og við sáum enga krakka í fótboltatreyjum merktum #dóttir.

Staðreyndir

  • Íslenska landsliðið hafði farið á þrjú Evrópumót í röð árið 2020.
  • Þriðjungur iðkenda í fótbolta voru stelpur. 
  • Íslenskar knattspyrnukonur voru að ná árangri út um allan heim.  

Af hverju voru ekki fleiri fleiri krakkar í treyjum merktum knattspyrnukonum?

Það þurfti vitundarvakningu í samfélaginu. 

Við viljum: 

  • Breyta leiknum fyrir framtíðina.
  • Gera fjölbreyttari fyrirmyndir sýnilegar fyrir alla fótboltakrakka.
  • Sýna fótboltastelpum að það er allt hægt og það eru engin takmörk. 
  • Sýna fólki á öllum aldri að það er hægt að vera knattspyrnustjarna þegar þú ert dóttir. 

Fótboltaverslun sem breytir leiknum fyrir framtíðina í dag

Heimavöllurinn hefur hannað plaköt með hvatningarorðum, haldið viðburði þar sem krökkum gefst færi á að hitta stjörnurnar og fengið leikmenn til að árita varning samhliða því að gefa út efni sem eykur sýnileika á gæðum knattspyrnukvenna. Einnig heldur Heimavöllurinn úti daglegri umfjöllun um knattspyrnukonur á Instagram. 

Þú getur haft áhrif!

Við hvetjum þig til að merkja treyjuna þína #dóttir og taka þátt í að breyta leiknum í samfélaginu. 

Fótboltatreyjur fyrir fótboltafólk.  Eitt félagslið – ein treyja.

Á Heimavellinum finnur þú fótboltatreyjur og liðafatnað fyrir fólk á öllum aldri. Treyjur Heimavallarins eru í fullorðins- og barnastærðum. Fullorðinsstærðir koma í unisex sniði (herrasniði) og/eða kvennasniði. 

Heimavöllurinn stækkar

Við opnum fljótlega nýja og glæsilega verslun í Faxafeni. Þangað til er hægt að panta vörur í vefverslun með afhendingarleiðum Dropps og Póstsins. Fylgstu með nánari upplýsingum um stækkun Heimavallarins á Instagram!

Sími

659-0802

Tölvupóstur

verslun@heimavollurinn.is

Staðsetning

Verslun opnar bráðlega!

Heimavöllurinn stækkar!

Heimavöllurinn mun bráðlega opna fótboltaverslun í Faxafeni. Fylgstu með á samfélagsmiðlum fyrir nánari upplýsingar!

Sendingarþjónusta

Það skiptir okkur miklu máli að þú fáir pöntunina þína hratt og örugglega. Við bjóðum bæði upp á afhendingarstaði og heimsendingu með Póstinum og Dropp. Þú velur hvað hentar þér!

Við aðstoðum þig

Vantar þig upplýsingar um stærðir eða hefur aðrar spurningar? Sendu okkur póst á verslun@heimavollurinn.is og við aðstoðum þig.

Algengar spurningar

Við leggjum mikla áherslu á að þú fáir pöntunina þína fljótt og örugglega því þannig er lífið skemmtilegra!

Heimavöllurinn býður upp á afhendingarþjónustu með Póstinum og Dropp. Þú getur sótt á afhendingarstaði, á pósthús eða fengið pakkann þinn heimsendan. Þú velur hvað hentar þér!

Ef þú velur að merkja treyjuna þína tekur það 2-3 virka daga.

Enginn sendingarkostnaður er á pöntunum yfir 20.000 kr.-

Við bjóðum upp á merkingar á treyjur. 

Þegar gengið hefur verið frá greiðslu tekur 2-3 virka daga að merkja treyjuna. Þú færð tölvupóst um leið og pöntunin fer af stað.
Merking með nafni og númeri: 3.000 kr.- 

Ef merking kemur fram í vöruheiti þá er treyjan einungis til merkt á lager. Þá er verð á merkingu er innifalið í vöruverði (+3.000 kr.-)

Við hvetjum öll til að breyta leiknum og merkja treyjuna með knattspyrnustjörnu sem er #dóttir!

 

Frá upphafi hefur Heimavöllurinn fengið nokkrar af stærstu knattspyrnustjörnum Íslands til að árita varning frá sínum félagsliðum til að gera þína upplifun eftirminnilegri.

Áritaðar vörur koma í takmörkuðu magni. Þú getur skráð þig á póstlistann okkar og við sendum þér tölvupóst þegar áritaðar vörur fara í sölu.

Áritaðar vörur kosta ekki aukalega hjá Heimavellinum.

Skoða áritaðar vörur 

Þessir skilmálar gilda um öll þau viðskipti sem eiga sér stað í gegnum vefverslun Heimavallarins, Heimavöllurinn.is. Lesa skilmála

Eitt félagslið – ein treyja! 

Í flestum félagsliðum er sama Official treyjan hjá karla og kvennaliði félagsins – þú velur þér bara þína stærð. 

Dæmi: Juventus , Barcelona, Chelsea og Wolfsburg.

Shopping Cart
Scroll to Top