Skilmálar

Seljandi er Heimavöllurinn verslun slf., kt. 661120-1690 Vsk.nr. 139478.

Kaupandi er sá aðili sem skráður er kaupandi á reikningi. 

Skilmálar þessir gilda um viðskipti seljanda og kaupanda á vefversluninni Heimavöllurinn.is.

Eftirfarandi skilmálar gilda um öll þau viðskipti sem eiga sér stað í gegnum vefverslunina Heimavöllurinn.is

Pöntun vöru

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu á pöntun á það netfang sem kaupandi hefur gefið upp vegna viðskiptanna.

Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á Heimavöllurinn.is þá telst hún skuldbindandi fyrir hann.

Greiðsla

Viðskipti á Heimavöllurinn.is eru greidd með greiðslukortum (Mastercard og Visa). Greiðslan fer fram í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor ehf. Ef greiðsla berst ekki áskilur seljandi sér rétt til að falla frá viðskiptum.

Varan er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Reikningsviðskipti afnema ekki eignarrétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist seljanda.

Afhendingartími og sendingarkostnaður

Afhendingartími er að jafnaði samdægurs til 3 virkir dagar eftir að greiðsla hefur borist. Athugið að afhendingartími á merktum treyjum getur verið 2-4 virkir dagar þegar álag er á stórum dögum.

Kaupandi ber ábyrgð á því að fylla út réttar upplýsingar um heimilisfang til að tryggja rétta afhendingu. 

Áður en greiðsla fer fram bætist sendingarkostnaður við pöntun. Enginn sendingarkostnaður er á pöntunum yfir 20.000 kr.

Fyrirvari um réttar upplýsingar

Þær upplýsingar sem eru birtar á Heimavöllurinn.is eru með fyrirvara um innsláttarvillur, birgðastöðu og verðbreytingar, svo sem vegna gengisbreytinga. Seljandi áskilur sér rétt til að falla frá viðskiptum í heild eða að hluta ef rangt verð er skráð á vöru, hún er uppseld eða innkaupaverð hennar hefur hækkað.

Vöruverð

Öll vöruverð á Heimavöllurinn.is eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Heimavöllurinn.is sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Á Heimavöllurinn.is er VSK innifalinn í verði á öllum vörum. Vinsamlegast athugið að verð á vörum geta breyst án fyrirvara. 

Kostnaður vegna pöntunar á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir greiðslu. 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til að skila vöru gegn innlagsnótu/gjafabréfi og skal kvittun fyrir vörukaupum fylgja með ósk um innlagsnótu. Skilafrestur er 14 dögum frá því að varan er afhent skráðum viðtakanda. Skilyrði fyrir skilum er að varan sé ónotuð, í fullkomnu lagi og í upprunanlegum umbúðum. Sé vara innsigluð skal innsigli hennar vera órofið. 

Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin er gengið frá innlagsnótu/gjafabréfi.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað. Ef pakki er ekki sóttur á pósthús áskilur seljandi sér rétt til að halda kostnaði við sendingar.  

Galli

Komi upp sú staða að kaupanda berist gölluð vara er honum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er krafist. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Trúnaður

Heimavöllurinn.is heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Við notum þær persónuupplýsingar sem þú veitir til að afgreiða pöntunina og í þeim tilgangi sem nánar er gerð grein fyrir í persónuverndarstefnu okkar.

Höfundarréttur

Allt efni á vefsvæði Heimavöllurinn.is er eign Heimavallarins eða eign birgja sem auglýsa og selja vörur sínar á vefsvæðinu. Heimavöllurinn er skráð vörumerki og má ekki nota í tengslum við neina vöru eða þjónustu án leyfis.

Lögsaga og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi til ágreiningur á milli Heimavöllurinn.is og seljanda um túlkun á skilmála þessa, gildi þeirra og efndir verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

Upplýsingar um seljanda

Nafn: Heimavöllurinn verslun slf. 

Heimilisfang: Faxafen 10 

Sími: 546-1315

Netfang: verslun@heimavollurinn.is

Kennitala: 661120-1690

Vsk. númer. 139478

Félagið er skráð hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. 

Shopping Cart