Leikmenn

Dagný Brynjarsdóttir

West Ham

Dagný Brynjarsdóttir er fyrirliði West Ham á Englandi og er ein besta knattspyrnukona Íslands. 

Uppeldisfélag: KFR
Fyrri lið: Valur, Selfoss, Bayern Munich, Selfoss & Portland Thorns
Titlar: Þýskalandsmeistari með Bayern Munich og bandarískur meistari með Portland Thorns. 

Glódís Perla Viggósdóttir

Bayern Munich

Glódís Perla er einn besti varnarmaður í Evrópu og spilar með Bayern Munich í Þýskalandi. 

Uppeldisfélag: HK. 
Fyrri lið: Stjarnan, Eskilstuna & Rosengard. 
Titlar: Sænskur meistari með Rosengard 

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Orlando Pride

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ein besta knattspyrnukona Íslands og spilar með Orlando Pride í bandarísku deildinni. 
Uppeldisfélag: Stjarnan 
Fyrri lið: Arnar Bjornar, Grand Bodo, Stabæk, Valerenga, Utah Royals, Adelaide United & Valur.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Bayern Munich

Karólína Lea er einn besti leikmaður Íslands og spilar með Bayern Munich í Þýskalandi.

Uppeldisfélag: FH. 
Fyrri lið: Breiðablik
Titill: Þýskalandsmeistari með Bayern Munich árið 2021.

Sara Björk Gunnarsdóttir

Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir er sú besta í sögu Íslands. Hún er leikmaður Juventus á Ítalíu og leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. 

Uppeldisfélag: Haukar.
Fyrri lið: Breiðablik, Rosengard, Wolfsburg & Lyon. 

Stærstu titlar: Deildar- og bikarmeistari með Rosengard í Svíþjóð, deildar og bikarmeistari með Wolfsburg í Þýskalandi, deildarmeistari með Lyon, Íþróttamaður ársins, Evrópumeistari með Lyon.

Sveindís Jane Jónsdóttir

Wolfsburg

Sveindís Jane er einn efnilegasti leikmaður í Evrópu og spilar með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg. 

Uppeldísfélag: Keflavík.
Fyrri lið: Breiðablik & Kristianstad. 
Stærsti titill: Deildar- og bikarmeistari í Þýskalandi með Wolfsburg árið 2022.

Hver er þín fyrirmynd?

Ertu með hugmynd að varningi sem þú vilt sjá á Heimavellinum? Við elskum nýjar hugmyndir og viljum endilega heyra frá þér.

Shopping Cart