Sími

546-1315

Tölvupóstur

verslun@heimavollurinn.is

Staðsetning

Við erum í Faxafeni 10

Opnunartími

Þriðjudagur 12:00 - 18:00
Miðvikudagur 15:00 - 18:00
Fimmtudagur 15:00 - 18:00
Föstudagur 12:00 - 18:00
Laugardagur 12:00 - 16:00

Sendingarþjónusta

Það skiptir okkur miklu máli að þú fáir pöntunina þína hratt og örugglega. Við bjóðum bæði upp á afhendingarstaði og heimsendingu með Póstinum og Dropp. Þú velur hvað hentar þér!

Við aðstoðum þig

Vantar þig upplýsingar um stærðir eða hefur aðrar spurningar? Sendu okkur póst á verslun@heimavollurinn.is og við aðstoðum þig.

Um verslunina

Hulda Mýrdal og Þórunn María opnuðu knattspyrnuverslun Heimavallarins fyrst sem vefverslun í lok árs 2020. Heimavöllurinn opnaði verslun 1. nóvember 2022 í Faxafeni 10.

Heimavöllurinn býður upp á fjölbreytt úrval af fótboltafatnaði fyrir öll kyn í barna- og fullorðinsstærðum frá stærstu fótboltaliðum í Evrópu.

Útlit á treyjum hjá stærstu kvenna-og karlaliðum í heimi er það sama. Munurinn á treyjunum felst í sniðinu sem leikmenn spila í – beint (karlalið) og aðsniðið (kvennalið). 

Flestar treyjur á Heimavellinum eru í beinu sniði þar sem það snið er algengara. Aðsniðnar treyjur liðanna eru merktar Kvenna. 

Merkingar: Við bjóðum upp á merkingar á treyjur og fatnað. 

Ath. Við erum ekki að taka við fleiri merkingum á Premier League treyjum eins og er. 

Fyrir nánari upplýsingar getur þú sent okkur póst á verslun@heimavollurinn.is eða kíkt við í Faxafen 10. 

Heimavöllurinn stækkar leikinn. 

Hvernig?

  •  Í búðinni eru myndir af mögnuðum leikmönnum – knattspyrnukonum.
  • Við höfum hannað plaköt með hvatningarorðum frá bestu knattspyrnukonum Íslands.  
Markmið
Að auka fjölbreyttni fyrirmynda í íþróttaheiminum fyrir fótboltafólk á öllum aldri. Við viljum sýna fótboltakrökkum að fótboltastjörnur eru fjölbreyttar – þannig breytist leikurinn. 
 

Hvaðan kemur hugmyndin?

Hugmyndin kviknaði út á sparkvelli sumarið 2020, nokkrum vikum eftir að Sara Björk Gunnarsdóttir hafði orðið Evrópumeistari með Lyon. Ef litið var til fjölda fótboltakrakka í treyjum merktum leikmönnum á sparkvöllum landsins samhliða stórkostlegs árangur Söru Bjarkar og annarra íslenskra knattspyrnukvenna, þá var eitthvað sem okkur fannst vanta. 

Engin #dóttir

Allar fótboltatreyjur voru merktar með nafni knattspyrnumanna. Við sáum hvergi fótboltakrakka í fótboltatreyjum merktum Gunnarsdóttir og við sáum enga krakka í fótboltatreyjum merktum #dóttir.

Af hverju voru ekki fleiri fleiri krakkar í treyjum merktum knattspyrnukonum og af hverju voru ekki til plaköt af leikmönnum?

Við viljum: 

  • Breyta leiknum fyrir framtíðina.
  • Gera fjölbreyttari fyrirmyndir sýnilegar.
  • Sýna krökkum að það er allt hægt og það eru engin takmörk.
  • Sýna fólki á öllum aldri að það er hægt að vera knattspyrnustjarna þegar þú ert dóttir.

Fótboltaverslun sem breytir leiknum fyrir framtíðina í dag

Heimavöllurinn hefur hannað plaköt með hvatningarorðum, haldið viðburði þar sem krökkum gefst færi á að hitta stjörnurnar og fengið leikmenn til að árita varning samhliða því að gefa út efni sem eykur sýnileika knattspyrnukvenna. 

STÆRRI LEIKUR – FLEIRI STJÖRNUR

Algengar spurningar

Við leggjum mikla áherslu á að þú fáir pöntunina þína fljótt og örugglega því þannig er lífið skemmtilegra!

Heimavöllurinn býður upp á afhendingarþjónustu með Póstinum og Dropp. Þú getur sótt á afhendingarstaði, á pósthús eða fengið pakkann þinn heimsendan. Þú velur hvað hentar þér!

Ef þú velur að merkja treyjuna þína tekur það 2-3 virka daga.

Enginn sendingarkostnaður er á pöntunum yfir 20.000 kr.-

Við bjóðum upp á merkingar á treyjur. 

Þegar gengið hefur verið frá greiðslu tekur 2-3 virka daga að merkja treyjuna. Þú færð tölvupóst um leið og pöntunin fer af stað.
Merking með nafni og númeri: 3.000 kr.- 

Ef merking kemur fram í vöruheiti þá er treyjan einungis til merkt á lager. Þá er verð á merkingu innifalið í vöruverði (+3.000 kr.-)

Við hvetjum öll til að breyta leiknum og merkja treyjuna með knattspyrnustjörnu sem er #dóttir!

Frá upphafi hefur Heimavöllurinn fengið nokkrar af stærstu knattspyrnustjörnum Íslands til að árita varning frá sínum félagsliðum til að gera þína upplifun eftirminnilegri.

Áritaðar vörur koma í takmörkuðu magni. Þú getur skráð þig á póstlistann okkar og við sendum þér tölvupóst þegar áritaðar vörur fara í sölu.

Áritaðar vörur kosta ekki aukalega hjá Heimavellinum.

Skoða áritaðar vörur 

Þessir skilmálar gilda um öll þau viðskipti sem eiga sér stað í gegnum vefverslun Heimavallarins, Heimavöllurinn.is. Lesa skilmála

Eitt félagslið – ein treyja! 

Í flestum félagsliðum er sama útlit á treyjunni hjá karla- og kvennaliði félagsins. Munurinn á karla- og kvennatreyjum felst í mismunandi sniði, þ.e. karlatreyjur eru í unisex snið (sem flestir þekkja) og kvennatreyjur eru í kvennasniði (minni ermar og minni stærðir). 

T.d. ef þú heldur upp á Söru Björk og langar í Juventus treyju. Þá getur þú valið barnastærð, kvennasnið í fullorðinsstærð eða karlasnið (unisex) í fullorðinsstærð. Allar treyjurnar eru með sama útlit en þú velur hvaða stærð og snið þig langar í.

Karlasnið er unisex snið sem við þekkjum best og flest eru vön. Treyjur hafa verið framleiddar í unisex sniði frá upphafi. 

Kvennasnið er frekar nýtt á markaði. Kvennasniðin eru með minni ermum og eru aðeins aðsniðin. 

Kvennasnið á treyjum eru minni stærðir en unisex snið.

X- Small í kvennasniði er svipað og 152 cm í barnastærð.

Small í kvennasniði er svipað og 164 cm í barnastærð.

Shopping Cart