ÓSTÖÐVANDI
Sara Björk Gunnarsdóttir

2.990 kr.

ÓSTÖÐVANDI – SARA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR

Sara Björk er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu og einn besti leikmaður í heimi. 

Í bókinni segir Sara frá fótboltaferlinum, allt frá Pæjumótinu til úrslitaleiks Meistaradeildar Evrópu. Stelpa úr Hafnarfirði lagði allt í sölurnar til að láta drauma sína rætast og verða ein besta fótboltakona heims. 

Einlæg og fallega myndskreytt frásögn um sigra og vonbrigði, átök utan vallar, samrýmda fjölskyldu og glímuna við kvíða.