Um okkur

Um Vefverslun

-Vefverslun Heimavallarins er staðsett í Kópavogi. -Pantanir eru afgreiddar alla daga vikunnar. -Hægt að skila eða fá endurgreitt ef varan er heil. Hafa samband: verslun@heimavollurinn / 659-0802 (Hulda Mýrdal eigandi Heimavallarins)

Vallarstýrur

Hulda Mýrdal

Eigandi
Sími: 659-0802 Samfélagsmiðlar Markaðsmál Hlaðvarp Vefverslun

Mist Rúnarsdóttir

Eigandi
Sími: 822-1719 Hlaðvarp Samfélagsmiðlar

Markmið Heimavallarins

Sýnileiki

Markmið okkar er að auka sýnileika kvenna í íþróttum og gefa þessum mögnuðu fyrirmyndum sem við eigum í knattspyrnu sviðsljósið sem þær hafa unnið fyrir og eiga skilið.

Fyrirmyndir

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir alla krakka að eiga sterkar og fjölbreyttar fyrirmyndir. Okkur finnst skipta miklu máli að ungar konur hafi fyrirmyndir til að spegla sig í svo að þær viti að þær geti náð langt og verið óstöðvandi.

Umræða

Við eigum ótalmargar fyrirmyndir sem hafa náð mögnuðum árangri víða um heim. Með auknum og jákvæðum sýnileika knattspyrnukvenna skapast meiri umræða og áhugi. Við viljum fá fleiri til að taka þátt í umræðunni og hafa áhrif, því þannig breytum við leiknum.

Hvað er
Heimavöllurinn?

Heimavöllurinn er hlaðvarpsþáttur og vefverslun þar sem knattspyrna kvenna er í sviðsljósinu.

Heimavöllurinn var upphaflega stofnaður sem hlaðvarpsþáttur af Huldu Mýrdal og Mist Rúnarsdóttur í lok árs 2018 þar sem enginn hlaðvarpsþáttur var með knattspyrnukonur í sviðsljósinu.

Afhverju hlaðvarpið Heimavöllurinn?
•Íslenska landsliðið var búið að fara á þrjú stórmót í röð.
•Við áttum atvinnukonur út um allan heim.
•Aldrei höfðu fleiri stelpur verið að æfa knattspyrnu.

Í dag er Heimavöllurinn með daglega umfjöllun á samfélagsmiðlum, heldur úti hlaðvarpsþáttum og vefverslun ásamt því að halda viðburði.
Við erum rétt að byrja.

Af hverju?

Því það er kominn tími á að breyta leiknum

Screenshot 2020-11-20 at 13.21.10
Screenshot 2020-11-20 at 13.22.01
Screenshot 2020-11-20 at 13.20.28

Sagan okkar

Hlaðvarpið

Upphaflega var Heimavöllurinn stofnaður af Huldu og Mist sem hlaðvarpsþáttur en fyrsti hlaðvarpsþáttur Heimavallarins kom út í nóvember 2018. Síðan þá höfum við gefið út yfir 80 þætti.

Instagram

Við stofnuðum Instagram til að auglýsa hlaðvarpsþættina í lok 2018. Eftirspurnin eftir meira efni var gríðarleg og okkur fannst Instagram skemmtileg leið til að auka sýnileika knattspyrnukvenna.

Síðustu 3 ár höfum við haldið úti miðlinum með fjölbreytti efnu á hverjum degi. Við veljum Leikmann vikunnar alla sunnudaga, fáum leikmenn í Hraðaspurningar og ýmislegt fleira.

Vefverslun

Í nóvember 2020 stofnaði Hulda vefverslunina Heimavöllurinn.is með því markmiði að auka og búa til vöruúrval þar sem knattspyrnukonur eru í sviðsljósinu og í leiðinni gera knattspyrnukonur sýnilegri sem fyrirmyndir fyrir krakka á öllum aldri.